Hefur enn áhuga á Baugi

Philip Green.
Philip Green. mbl.is

Breski kaup­sýslumaður­inn Phil­ip Green er enn áhuga­sam­ur um að kaupa skuld­ir Baugs Group. Seg­ir hann í sam­tali við Reu­ters að enn sé ein­hverri vinnu ólokið en hann er kom­inn aft­ur til Lund­úna eft­ir að hafa farið til Íslands á þriðju­dag. Þegar  hann er spurður um hvort það sé rétt sem kom fram í frétt Fin­ancial Times um að hann hefði hug á að kaupa Baug að fullu ekki bara skuld­ir fé­lags­ins svaraði hann: „Það er sami hlut­ur­inn", sam­kvæmt Reu­ters.

Green hef­ur rætt við Baug, ís­lensku bank­ana og ís­lensk stjórn­völd frá því á föstu­dag.  Nema skuld­ir Baugs yfir ein­um millj­arði punda, sam­kvæmt Reu­ters. Ein­hver hluti þeirra er við ís­lensku bank­ana.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK