Hollendingar hóta málsókn

Icesave reikningur Landsbankans
Icesave reikningur Landsbankans Retuers

Sí­fellt hækk­ar sú fjár­hæð sem talið er sveit­ar­fé­lög í Hollandi hafi átt inni á reikn­ing­um Ices­a­ve. Sam­kvæmt frétt hol­lenska rík­is­út­varps­ins nem­ur tap hol­lenskra skatt­greiðenda 236,5 millj­ón­um evra, jafn­v­irði nærri 36 millj­arða króna en áður hafði komið fram að hol­lensk sveit­ar­fé­lög hafi átt 59 millj­ón­ir evra inni á reikn­ing­um Ices­a­ve í Hollandi.

Ísland sagt nán­ast gjaldþrota

Seg­ir í frétt hol­lenska út­varps­ins að mikl­ar efa­semd­ir séu uppi um hvort sveit­ar­fé­lög­in fái féð til baka enda sé Ísland nán­ast gjaldþrota og hafi form­lega óskað eft­ir aðstoð Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins.

Haft er eft­ir Wou­ter Bos, fjár­málaráðherra Hol­lands að ein­stak­ling­ar hafi átt á bil­inu 1,6 til 1,7 millj­arða evra inni á reikn­ing­um ís­lenskra banka í Hollandi og að þeir muni fá spari­fé sitt til baka.

Harðar ásak­an­ir á hend­ur Fjár­mála­eft­ir­lit­inu

Seg­ir í frétt­inni að mik­il reiði ríki í Hollandi vegna þess að Seðlabanki Hol­lands hafi ekki varað við mögu­leg­um erfiðleik­um ís­lenskra fjár­mála­stofn­ana.

Í gær sagði talsmaður hol­lenska fjár­málaráðuneyt­is­ins að hol­lenski seðlabank­inn hafi íhugað að vara við Ices­a­ve reikn­ing­um og þeim háu inn­lánsvöxt­um sem þar voru í boði en lög og regl­ur hafi komið í veg fyr­ir slíka viðvör­un. Ef slík viðvör­un hefði verið gef­in út hefði það vænt­an­lega þýtt að spari­fjár­eig­end­ur hefðu tekið allt sitt út af reikn­ing­um Ices­a­ve sem hefði flýtt fyr­ir falli Lands­bank­ans.

Í gær sagði Bos við fjöl­miðla að seðlabanki Hol­lands hafi ekki fengið rétt­ar upp­lýs­ing­ar um fjár­hags­stöðu ís­lensku bank­ana frá Fjár­mála­eft­ir­liti Íslands. „Fjár­mála­eft­ir­litið ís­lenska sagði við seðlabanka Hol­lands að allt væri í góðu þar til yfir lauk,” sagði Bos og bætti við: „Við gæt­um endað fyr­ir dóm­stól­um vegna þessa.”

Þýðir vænt­an­lega taf­ir á fram­kvæmd­um víðsveg­ar um Hol­land

Seg­ir í frétt hol­lenska út­varps­ins að þrátt fyr­ir að málið fari fyr­ir rétt þá geti það tekið mörg ár þar til Ísland verði komið í þá stöðu að geta greitt hol­lensk­um sveit­ar­fé­lög­um til baka. Pen­ing­arn­ir sem voru sett­ir inn á reikn­inga ís­lensku bank­ana voru eyrna­merkt­ir fram­kvæmd­um á veg­um sveit­ar­fé­lag­anna um allt Hol­land og hætta sé á að þetta geti tafið fyr­ir fram­kvæmd­um á veg­um hol­lenskra sveit­ar­fé­laga.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka