Ríkisendurskoðun Breta átti fé á íslenskum reikningum

Ríkisendurskoðunarráð Breta lagði milljónir punda inn á íslenska bankareikninga. Breska blaðið Financial Times hefur þetta eftir heimildarmönnum í breska stjórnarráðinu. Segir blaðið, að ráðið hafi ekki borið á móti fréttum um að inneignin næmi 10 milljónum punda.

Breskir ríkisstarfsmenn eru sagðir hafa gantast með það, að þeir ættu að senda inn starfshóp til að koma skikki á stofnunina, sem sett var upp til að peningar skattgreiðenda nýttust betur. Segir blaðið, að þessar fréttir muni draga mjög úr trúverðugleika endurskoðunarráðsins.

Haft er eftir talsmanni stofnunarinnar að yfirlýsing verði gefin út á morgun.

Fjöldi sveitarstjórna í Bretlandi lagði fé inn á innlánsreikninga íslensku bankanna í Bretlandi. Talið er að minnsta kosti þrjú sveitarfélög hafi lent í erfiðri fjárhagsstöðu vegna þessa. 

Þá kemur fram í Financial Times, að háskólinn í Oxford eigi um 30 milljónir punda frystar í íslenskum bönkum. Ellefu aðrir háskólar eiga fé á íslenskum bankareikningum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK