SPRON hefur ákveðið að lækka vexti um allt að 3,5%. Óverðtryggðir útlánsvextir munu lækka um 3,5% og óverðtryggðir innlánsvextir um 2,5-3,5%. Þessar breytingar taka gildi frá og með morgundeginum 17. október fyrir utan inn- og útlánsvexti á tékkareikningum sem taka gildi 21.október næstkomandi.