Stjórn House of Fraser vill kaupa Baug út

House of Fraser í Oxford Street.
House of Fraser í Oxford Street. mbl.is/GSH

Don McCarthy, stjórnarformaður bresku verslunarkeðjunnar House of Fraser (HoF), segir að stjórn félagsins sé reiðubúin til að kaupa Baug út til að hindra, að önnur verslunarkeðja komist yfir félagið.

Breski kaupsýslumaðurinn Philip Green og fjárfestingarfélögin Alchemy og TPG hafa lýst áhuga á að kaupa hluta af eignum Baugs í Bretlandi. 

Baugur á 35% hlut í House of Fraser en íslenska fjárfestingarfélagið fór fyrir hópi fjárfesta sem keypti fyrirtækið árið 2006 fyrir 350 milljónir punda, jafnvirði 67 milljarða króna á núverandi gengi en 46 milljarða á þáverandi gengi krónunnar.

McCarthy á 20% hlut í HoF og  West Coast Capital, fjárfestingarfélag skoska kaupsýslumannsins Tom Hunters, á 11,1%. Aðrir fjárfestar eiga minna en í hópi kaupenda voru m.a.  Kevin Stanford, Stefan Cassar, Halifax Bank of Scotland og FL Group. 

McCarthy segir við breska blaðið The Times, að enn sé óvissa um framtíð Baugs en allir aðrir hluthafar eigi forkaupsrétt á hlut Baugs og þess vegna sé engin ástæða til að selja hann til utanaðkomandi aðila. Hunter segir við blaðið, að stærstur hluti skulda HoF sé við aðra banka en þá íslensku.

„Það sem margir virðast ekki skilja er, að Baugur á ekki meirihluta í félaginu. Ef ég ætti þriðjung af Marks & Spencer og ég færi á hausinn myndi það ekki hafa nein áhrif á   Marks & Spencer. Ef Baugir lenti í greiðslustöðvun og tilsjónarmaður yrði skipðaður myndi hann taka hlutabréfin og reyna að selja þau hæstbjóðanda. Við höfum forkaupsrétt á bréfunum og þeir fá ekki að selja neinum öðrum þau. Við ætlum ekki að hleypa neinum inn," segir McCarthy við The Times.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK