Viðræður um fjármögnun Mosaic Fashions

Oasis er hluti af Mosaic Fashions félagi sem Baugur á …
Oasis er hluti af Mosaic Fashions félagi sem Baugur á ráðandi hlut í. mbl.is/Eggert

Breska tískuvörufyrirtækið Mosaic Fashions, sem er í eigu Baugs og tengdra aðila auk Kaupþings, er í viðræðum við fjárfesta um að tryggja langtímafjárfestingu félagsins. Segir í frétt Times að á sama tíma styttist í að eignir Baugs Group verði seldar á brunaútsölu. Meðal fyrirtækja sem eru í eigu Mosaic eru, Oasis, Warehouse, Principles, Karen Millen, Coast og Odille.

Líkt og greint var frá á mbl.is í gær er fjárfestingafyrirtækið Alchemy Partners undir forystu John MoultonAlchemy, í viðræðum við Mosaic og House of Fraser, sem er það félag í eigu Baugs sem hefur gengið einna best. Í Times í dag eru fjárfestingafélögin Texas Pacific Group og Permira einnig nefnd til sögunnar um kaup á félögum í eigu Baugs í Bretlandi. Er þetta talið geta haft áhrif á möguleika breska kaupsýslumannsins Philip Green sem þegar hefur lýst yfir áhuga á að eignast félög Baugs í Bretlandi.

En allt virðist vera óljóst í þessum efnum og líkt og heimildarmaður Times orðaði það: „Það eru allir að tala við alla. Þetta er staða sem við höfum aldrei staðið frammi fyrir áður."

Stjórnendur House of Fraser hafa greint frá því að Baugur eigi einungis 35% hlut í félaginu og flest bankalána fyrirtækisins séu í fjármálastofnunum utan Íslands.

Heimildamaður Times úr hópi bankamanna sagði að smásöluverslanir Baugs á Íslandi séu mjólkurkýr fyrirtækisins (cash cow).


mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka