Úrvalsvísitalan veiktist um 0,1% í dag og stendur í 643,10 stigum. Eimskip hækkaði mest eða um 41,6% og er gengi hlutabréfa félagsins 0,85 krónur. Marel hækkaði um 2,14%. Atorka lækkaði um 44,44% og er verð hlutabréfa félagsins nú 0,50 krónur. Icelandair lækkaði um 1,7%. Alls nam veltan með hlutabréf 121 milljón króna í dag.
Allar hlutabréfavísitölur á Norðurlöndum, utan Íslands, hækkuðu í dag. Í Ósló hækkaði vísitalan um 2,53%, Kaupmannahöfn 3,59%, Stokkhólmur 0,76%, Helsinki 2,65%. Nordic 40 hækkaði um 3,43%.
DeCode hækkar um 20%
FTSE vísitalan í Lundúnum hefur hækkað um 4,68%, Dax vísitalan í Frankfurt 3,40% og CAC vísitalan í París um 3,90%.
Í Bandaríkjunum hafa allar helstu hlutabréfavísitölurnar lækkað. Dow Jones um 0,93%, Nasdaq um 0,44% og Standard & Poor's um 0,70%. Hlutabréf deCode hafa hins vegar hækkað um 20% og er nú verð hlutabréfa félagsins 30 sent.