Buffett: Kaupið bandarískt

Warren Buffett
Warren Buffett SETH WENIG

Warren Buffett, ríkasti maður heims, samkvæmt lista Forbes yfir auðmenn heimsins, segir í bandaríska dagblaðinu New York Times í dag að hann kaupi áfram bandarísk hlutabréf þrátt fyrir að bandarískur efnahagur sé í rúst. 

Buffett, sem er 78 ára, er þekktur undir heitinu „Véfréttin frá Omaha“, (Oracle of Omaha)  en Buffett er fæddur í Omaha í Nebraska ríki. Skýringin á viðurnefninu er að auður hans byggir meðal annars á því að hann hefur haldið áfram að kaupa í bandarískum fyrirtækjum þrátt fyir að aðrir hafi ákveðið að selja í þeim vegna orðróms á markaði.

Fjármálaheimurinn er í rugli, bæði í Bandaríkjunum og annars staðar. Vandamál hans, hafa í flestum tilvikum haft áhrif á hagkerfi heimsins og það sem var leki er nú orðið að fossi, segir Buffett, í grein sem hann ritar í NYT.

„Í náinni framtíð mun atvinnuleysi aukast, fyrirtæki fara í þrot og fyrirsagnirnar halda áfram að vera skelfilegar," skrifar Buffett.

Segist Buffett nú kaupa bandarísk hlutabréf fyrir sína persónulega fjármuni en áður hafi hann einungis keypt bandarísk ríkisskuldabréf fyrir eigið fé. Buffett ítrekar að þessi kaup hans tengist ekki fjárfestingafélaginu Berkshire Hathaway sem í meirihlutaeigu hans. Og ástæðan er einföld samkvæmt Buffett: „Einföld regla skýrir kaup mín: Vertu varkár þegar aðrir verða gráðugir og vertu gráðugur þegar aðrir eru óttaslegnir."


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka