Glitnir í Svíþjóð seldur á útsölu

Sænski bankinn HQ hefur keypt Glitni í Svíþjóð fyrir 60 milljónir sænskra króna, jafnvirði 900 milljóna íslenskra króna. Á vef Dagens Industri segir, að um sé að ræða útsöluverð og er haft eftir forstjóra HQ að þetta sé afar gott viðskiptatækifæri.

Starfsemi Glitnis Sverige hófst árið 2006 þegar bankinn keypti verðbréfafyrirtækið Fischer Partners. Þá var verðmiðinn 425 milljónir sænskra króna. Glitnir hefur verð einn af stærstu verðbréfamiðlurum Svíþjóðar.

Mikael König, forstjóri HQ, segir að vörumerkið Glitnir verði  ekki notað áfram. 70 manns hafa starfað hjá fyrirtækinu. König segir, að farið verði yfir starfsemina en kaupin muni haa samlegðaráhrif. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka