Hráolíuverð fór yfir 71 dollar fyrir tunnuna, til afhendingar í nóvember, á markaði í New York í dag. Hækkaði verði um 2 dollara frá þv í gær þar sem talið er líklegt að OPEC-olíuframleiðsluríkin muni ákveða að draga úr framleiðslunni á fundi þeirra, sem boðaður hefur verið í næstu viku.