Rússar vilja meiri upplýsingar

Íslenska sendinefndin í Moskvu í byrjun vikunnar.
Íslenska sendinefndin í Moskvu í byrjun vikunnar. Reuters

Rúss­nesk stjórn­völd eru ekki enn sann­færð um rétt­mæti þess, að veita Íslend­ing­um lán. Reu­ters­frétta­stof­an hef­ur eft­ir heim­ild­ar­mönn­um í rúss­neska stjórn­kerf­inu, að enn skorti upp­lýs­ing­ar svo hægt sé að taka ákvörðun um málið.

„Viðræður við Rússa í vik­unni um lán hafa ekki leitt til sam­komu­lags. Eins og stend­ur höf­um við ekki næg­ar ástæður til að veita þeim lána­fyr­ir­greiðslu. Við höfnuðum ekki beiðninni. Við mun­um halda viðræðunum áfram," hef­ur Reu­ters eft­ir emb­ætt­is­mann­in­um.

Íslensk viðræðunefnd fór til Moskvu á mánu­dag og átti fundi með full­trú­um rúss­neska fjár­málaráðuneyt­is­ins á þriðudag og miðviku­dag.

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, sagði á blaðamanna­fundi síðdeg­is, að aðeins væri búið að halda einn fund um málið og ekki væri skrítið þótt halda þyrfti ann­an fund. Viðræður hefðu farið fram í dag um að finna nýja dag­setn­ingu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka