Segir aðgerðir Breta bera keim af útlendingahatri

Guðmundur Heiðar Frímannsson.
Guðmundur Heiðar Frímannsson.

Guðmund­ur Heiðar Frí­manns­son, deild­ar­stjóri hjá Há­skól­an­um á Ak­ur­eyri, seg­ir í grein í breska blaðinu The Scotsm­an, að aðgerðir breskra stjórn­valda gegn ís­lensk­um bönk­um beri keim af út­lend­inga­h­atri. Að minnsta kosti virðist bresk stjórn­völd ekki ætla að virða lög ef póli­tísk­ir hags­mun­ir eru í húfi.

„Ég veit ekki hvort bresk lög vernda ís­lensk fyr­ir­tæki ef rík­is­stjórn­in læt­ur verða af áform­um sín­um um að „frysta eign­ir ís­lenskra fyr­ir­tækja í Bretlandi þar sem hægt er." En geri þau það ekki er lagaum­hverfið á und­an­haldi í Bretlandi... Ísland er háð lög­um ESB, al­veg eins og Bret­land, og ef breska rík­is­stjórn­in tel­ur ís­lenskt fyr­ir­tæki hafa gerst brot­legt á hún að nota þær laga­legu leiðir sem bjóðast, með sama hætti og hún get­ur beitt þeim lög­um gegn hverju öðru evr­ópsku fyr­ir­tæki á Evr­ópska efna­hags­svæðinu.  En breska rík­is­stjórn­in byggði yf­ir­lýs­ing­ar sín­ar á staðreynd­um um þessi (ís­lensku) fyr­ir­tæki sem hafa hvorki laga­lega né siðræna þýðingu. Öll er­lend fyr­ir­tæki í Bretlandi hljóta að taka þessa þróun mála mjög al­var­lega til skoðunar.

Það sem er verra, er að þegar fyrsti hægriöfga­stjórn­mála­maður­inn fer að tala um nú­ver­andi umrót eigi ræt­ur að rekja til sam­sær­is gyðinga er hann ein­ung­is að orða hugs­an­ir sömu ætt­ar og þær, sem Gor­don Brown lýsti 8. októ­ber," seg­ir Guðmund­ur Heiðar.

Grein Guðmund­ar Heiðars

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK