Guðmundur Heiðar Frímannsson, deildarstjóri hjá Háskólanum á Akureyri, segir í grein í breska blaðinu The Scotsman, að aðgerðir breskra stjórnvalda gegn íslenskum bönkum beri keim af útlendingahatri. Að minnsta kosti virðist bresk stjórnvöld ekki ætla að virða lög ef pólitískir hagsmunir eru í húfi.
„Ég veit ekki hvort bresk lög vernda íslensk fyrirtæki ef ríkisstjórnin lætur verða af áformum sínum um að „frysta eignir íslenskra fyrirtækja í Bretlandi þar sem hægt er." En geri þau það ekki er lagaumhverfið á undanhaldi í Bretlandi... Ísland er háð lögum ESB, alveg eins og Bretland, og ef breska ríkisstjórnin telur íslenskt fyrirtæki hafa gerst brotlegt á hún að nota þær lagalegu leiðir sem bjóðast, með sama hætti og hún getur beitt þeim lögum gegn hverju öðru evrópsku fyrirtæki á Evrópska efnahagssvæðinu. En breska ríkisstjórnin byggði yfirlýsingar sínar á staðreyndum um þessi (íslensku) fyrirtæki sem hafa hvorki lagalega né siðræna þýðingu. Öll erlend fyrirtæki í Bretlandi hljóta að taka þessa þróun mála mjög alvarlega til skoðunar.
Það sem er verra, er að þegar fyrsti hægriöfgastjórnmálamaðurinn fer að tala um núverandi umrót eigi rætur að rekja til samsæris gyðinga er hann einungis að orða hugsanir sömu ættar og þær, sem Gordon Brown lýsti 8. október," segir Guðmundur Heiðar.