Björgvin G Sigurðsson viðskiptaráðherra, sagði við fréttastofu Ríkisútvarpsins, að það sé ekki hlutverk Fjármálaeftirlitsins að selja lífeyrissjóðunum Kaupþing. Vel komi hinsvegar til greina að ríkisstjórnin og lífeyrissjóðirnir geti komist að samkomulagi um kaup á bankanum.
Björgvin sagði, að aldrei hafi staðið til Fjármálaeftirlitið seldi Kaupþing á meðan það væri í skilanefndarferlinu en fimm lífeyrissjóðir óskuðu eftir viðræðum við Fjármálaeftirlitið um kaup á eignum og rekstri Kaupþings.
Björgvin sagði í fréttum Sjónvarpsins, að Fjármálaeftirlitið hefði komist að þeirri niðurstöðu að það væri ekki þess að taka ákvörðun um að aðrir aðilar kaupi banka út úr skilaferlinu.