FME tók strax dræmt í hugmyndir lífeyrissjóða

Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún.
Höfuðstöðvar Kaupþings við Borgartún. mbl.is/Golli

Fimm líf­eyr­is­sjóðir, sem óskuðu eft­ir viðræðum um kaup á eign­um og rekstri Kaupþings, segja að ráða hafi mátt af viðbrögðum Fjár­mála­eft­ir­lits­ins á fundi á miðviku­dag að von­lítið var að er­indi sjóðanna yrði tekið með já­kvæðum hætti. 

Þetta kem­ur fram í yf­ir­lýs­ingu frá sjóðunum, sem mbl.is hef­ur borist, en þar er einnig tekið fram að hvorki fyrr­um formaður né for­stjóri Kaupþings hafi átt aðild að kauptilraun­inni.

Þá kem­ur einnig fram í yf­ir­lýs­ing­unni, að líf­eyr­is­sjóðirn­ir  gerðu ekki til­boð í Kaupþing. Sú niðurstaða, sem Björg­vin G. Sig­urðsson, viðskiptaráðherra, hafi greint frétta­mönn­um frá eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund í gær um að til­boði líf­eyr­is­sjóðanna hefði verið hafnað, hafi ekki verið byggð á upp­lýs­ing­um um heild­stætt áhættumat líf­eyr­is­sjóðanna þar sem þær upp­lýs­ing­ar bár­ust ekki til Fjár­mála­eft­ir­lits­ins fyrr en eft­ir að ráðherr­ann lýsti  því yfir að til­boðinu hafi verið hafnað.

Yf­ir­lýs­ing­in frá líf­eyr­is­sjóðunum er eft­ir­far­andi:  

Með til­liti til mis­vís­andi frá­sagna í fjöl­miðlum um til­raun líf­eyr­is­sjóða til kaupa á eign­um og rekstri Kaupþings vilja sjóðirn­ir skýra at­b­urðarás síðustu daga: 

1. Á laug­ar­deg­in­um 11. októ­ber áttu full­trú­ar líf­eyr­is­sjóðanna fund með for­stjóra Fjár­mála­eft­ir­lits­ins (FME) þar sem hon­um var greint frá fyr­ir­ætl­un líf­eyr­is­sjóðanna um hugs­an­leg kaup á rekstri Kaupþings. 

2. Á sunnu­deg­in­um 12. októ­ber átt­um við fund með for­sæt­is­ráðherra, viðskiptaráðherra, iðnaðarráðherra og mennta­málaráðherra þar sem aðeins eitt mál var til umræðu þ.e. aðkoma líf­eyr­is­sjóðanna að Kaupþingi. Viðbrögð ráðherr­anna voru afar já­kvæð svo ekki sé kveðið fast­ar að orði.

3. Á há­degi þriðju­dag­inn 14. okt. var FME sent bréf­lega er­indi fimm líf­eyr­is­sjóða þar sem óskað var viðræðna um kaup á rekstri Kaupþings enda gáfu fyrri fund­ir til und­ir­bún­ings er­indi sjóðanna ástæðu til bjart­sýni um að mála­leit­an líf­eyr­is­sjóðanna yrði vel tekið. 

4. Miðviku­dag­inn 15. okt. áttu full­trú­ar fjár­festa­hóps­ins fund með stjórn og for­stjóra eft­ir­lits­ins þar sem gerð var grein fyr­ir ástæðu þess að óskað var eft­ir viðræðum og jafn­framt gerðum við stutt­lega grein fyr­ir  viðskipta­áætl­un fjár­festa­hóps­ins. Skýrt kom fram í fund­ar­lok að ekki bæri að líta á fund­inn sem svar við er­indi sjóðanna um viðræður. Af viðbrögðum FME mátti þó ráða að von­lítið var að er­indi sjóðanna yrði tekið með já­kvæðum hætti.   

5. Síðdeg­is fimmtu­dag­inn 16. okt. barst sjóðunum bréf FME þar sem þakkað er fyr­ir er­indi þeirra og þeim greint frá því að FME væri að meta heild­stætt beiðni sjóðanna og þau gögn sem lögð voru fram á fundi aðila deg­in­um áður. FME óskaði eft­ir að heild­stætt áhættumat yrði lagt fram fyr­ir alla þá fimm líf­eyr­is­sjóði sem stóðu að er­ind­inu auk þess sem skoða þyrfti eign­ar­hald líf­eyr­is­sjóðanna með til­liti til til­tek­inna hlut­falla í líf­eyr­is­sjóðalög­un­um. Sjóðunum var gef­inn frest­ur til 12 á há­degi næsta dags, þ.e. föstu­dags, til að bregðast við er­indi FME. 

6. For­stjóri FME kvittaði fyr­ir mót­töku svars líf­eyr­is­sjóðanna kl 11:50 á föstu­deg­in­um. 

7. Skömmu áður en for­stjóri móttók svar líf­eyr­is­sjóðanna með upp­lýs­ing­um um heild­stætt áhættumat og öðrum upp­lýs­ing­um svaraði viðskiptaráðherra spurn­ing­um frétta­manna um málið með þeim hætti  „að til­boði líf­eyr­is­sjóðanna hefði verið hafnað."

Eins og at­vikaröðin ber með sér gerðu líf­eyr­is­sjóðirn­ir ekki til­boð í Kaupþing. Niðurstaðan sem ráðherr­ann greindi frá var ekki byggð á upp­lýs­ing­um um heild­stætt áhættumat líf­eyr­is­sjóðanna þar sem þær upp­lýs­ing­ar bár­ust ekki til FME fyrr en eft­ir að ráðherr­ann lýs­ir því að til­boðinu hafi verið hafnað. Fund­ur með öll­um líf­eyr­is­sjóðum lands­ins hafði verið boðaður til að bjóða þeim aðkomu að fjár­fest­ing­unni í Kaupþingi með fyr­ir­vara um að sam­komu­lag tæk­ist um kaup­in. Af fund­in­um varð ekki þar sem aðkomu líf­eyr­is­sjóðanna að Kaupþingi var hafnað af viðskiptaráðherra stuttu fyr­ir fund­inn. Að end­ingu vilj­um við taka fram að fyrr­um formaður og for­stjóri Kaupþings áttu ekki aðild að kauptilraun sjóðanna.   

f.h. líf­eyr­is­sjóðanna

Þor­geir Eyj­ólfs­son
for­stjóri Líf­eyr­is­sjóðs verzl­un­ar­manna

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK