Íhugar að fara í mál

Vill fá milljarða sína til baka sem hann tapaði við …
Vill fá milljarða sína til baka sem hann tapaði við þjóðnýtinguna á Glitni. Kristinn Ingvarsson

Ró­bert Wessman, fyrr­ver­andi for­stjóri Acta­vis og eig­andi fjár­fest­inga­fé­lags­ins Salt In­vest­ment, íhug­ar að höfða mál til að rifta kaup­um hans á hlut­um í Glitni fyr­ir um sex millj­arða, skömmu áður en hann var þjóðnýtt­ur. Þetta kom fram í frétt­um Stöðvar 2 í kvöld.

Ró­bert keypti hluti í Glitni fyr­ir sex millj­arða króna fimm dög­um áður en for­svars­menn Glitn­is leituðu til Seðlabank­ana Íslands vegna lausa­fjár­vanda. Það leiddi til þess að bank­inn var að lok­um þjóðnýtt­ur og töpuðu hlut­haf­ar í bank­an­um öll­um hlut­um sín­um. Glitn­ir seldi Ró­berti hlut­inn í bank­an­um.

Ró­bert vildi ekki tjá sig um þetta mál þegar mbl.is náði tali af hon­um. Í heild átti fé­lag Ró­berts hluti fyr­ir um tólf millj­arða í bank­an­um þegar hann var tek­in yfir af skila­nefnd Fjár­mála­eft­ir­lits­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK