Íhugar að fara í mál

Vill fá milljarða sína til baka sem hann tapaði við …
Vill fá milljarða sína til baka sem hann tapaði við þjóðnýtinguna á Glitni. Kristinn Ingvarsson

Róbert Wessman, fyrrverandi forstjóri Actavis og eigandi fjárfestingafélagsins Salt Investment, íhugar að höfða mál til að rifta kaupum hans á hlutum í Glitni fyrir um sex milljarða, skömmu áður en hann var þjóðnýttur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Róbert keypti hluti í Glitni fyrir sex milljarða króna fimm dögum áður en forsvarsmenn Glitnis leituðu til Seðlabankana Íslands vegna lausafjárvanda. Það leiddi til þess að bankinn var að lokum þjóðnýttur og töpuðu hluthafar í bankanum öllum hlutum sínum. Glitnir seldi Róberti hlutinn í bankanum.

Róbert vildi ekki tjá sig um þetta mál þegar mbl.is náði tali af honum. Í heild átti félag Róberts hluti fyrir um tólf milljarða í bankanum þegar hann var tekin yfir af skilanefnd Fjármálaeftirlitsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK