Millifærslur milljarðamærings gufa upp

Alan Sugar
Alan Sugar

Milljarðamæringurinn Alan Sugar er einn þeirra mörgu sem hafa orðið fyrir barðinu á íslensku bankakreppunni í Bretlandi. Í gær kom í ljós að millifærsla Sugar vegna kaupa hans á hlut í bresku verslunarkeðjunni Woolworths hafði gufað upp. Samkvæmt frétt Independent hefur þetta vakið grunsemdir um að dótturfélag Kaupþings, Singer & Friedlander, gæti ekki afhent Sugar bréfin sem hann reyndi að kaupa í síðustu viku. Um  3,88% hlut er að ræða.

Sugar er vel þekktur í bresku athafnalífi. Hann stofnaði meðal annars rafmagns- og tölvufyrirtækið Amstrad, var stærsti eigandi Tottenham og stjórnarformaður félagsins en hann keypti knattspyrnufélagið ásamt Terry Venables árið 1991, beint fyrir framan kaupsýslumanninn Robert Maxwell sem vildi eignast félagið. En hann er ekki bara frægur í fjármálahverfi Lundúnaborgar og á knattspyrnuvellinum því hann náði frægð í sjónvarpi eftir að hafa komið fram í raunveruleikaþáttum, The Apprentice.

Í frétt Independent kemur fram að tilkynnt hafi verið til Kauphallarinnar í Lundúnum þann 10. október að Sugar ætti 56,7 milljónir hluta í Woolworths í gegnum fjárfestingafélag sitt Amsprop. En í yfirlýsingu í gær er haft eftir Sugar að kaupin á bréfunum væru ekki frágengin þar sem seljandinn hafi ekki getað afhent bréfin.

Independent segir að á meðan ekki liggur ljóst fyrir hver seljandinn hafi verið þá sé orðrómur uppi í fjármálahverfi Lundúna um að dótturfélag Kaupþings, Singer & Friedlander, væri söluaðilinn. Að Singer & Friedlander hafi átt beinan hlut í Woolworths en hluturinn væri minni en 3% af heildarhlutafé og því væri það ekki tilkynningaskylt til kauphallarinnar. Baugur á 10% hlut í Woolworths og samkvæmt Independent eru náin tengsl milli Kaupþings og Baugs.

Sugar, en eignir hans eru metnar á 830 milljónir punda, neitaði að tjá sig um málið við fjölmiðla í gær. Hið sama var um forsvarsmenn Woolworths og Singer & Friedlander, samkvæmt Independent

Hlutabréf Woolworths hafa lækkað um 80% á árinu en þau hækkuðu lítillega í gær. Lokagildi þeirra er 4,08 pund.

Baugur á 10% hlut í Woolworth
Baugur á 10% hlut í Woolworth AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK