Millifærslur milljarðamærings gufa upp

Alan Sugar
Alan Sugar

Millj­arðamær­ing­ur­inn Alan Sug­ar er einn þeirra mörgu sem hafa orðið fyr­ir barðinu á ís­lensku bankakrepp­unni í Bretlandi. Í gær kom í ljós að milli­færsla Sug­ar vegna kaupa hans á hlut í bresku versl­un­ar­keðjunni Woolworths hafði gufað upp. Sam­kvæmt frétt In­depend­ent hef­ur þetta vakið grun­semd­ir um að dótt­ur­fé­lag Kaupþings, Sin­ger & Friedland­er, gæti ekki af­hent Sug­ar bréf­in sem hann reyndi að kaupa í síðustu viku. Um  3,88% hlut er að ræða.

Sug­ar er vel þekkt­ur í bresku at­hafna­lífi. Hann stofnaði meðal ann­ars raf­magns- og tölvu­fyr­ir­tækið Amstrad, var stærsti eig­andi Totten­ham og stjórn­ar­formaður fé­lags­ins en hann keypti knatt­spyrnu­fé­lagið ásamt Terry Vena­bles árið 1991, beint fyr­ir fram­an kaup­sýslu­mann­inn Robert Maxwell sem vildi eign­ast fé­lagið. En hann er ekki bara fræg­ur í fjár­mála­hverfi Lund­úna­borg­ar og á knatt­spyrnu­vell­in­um því hann náði frægð í sjón­varpi eft­ir að hafa komið fram í raun­veru­leikaþátt­um, The App­rentice.

In­depend­ent seg­ir að á meðan ekki ligg­ur ljóst fyr­ir hver selj­and­inn hafi verið þá sé orðróm­ur uppi í fjár­mála­hverfi Lund­úna um að dótt­ur­fé­lag Kaupþings, Sin­ger & Friedland­er, væri söluaðil­inn. Að Sin­ger & Friedland­er hafi átt bein­an hlut í Woolworths en hlut­ur­inn væri minni en 3% af heild­ar­hluta­fé og því væri það ekki til­kynn­inga­skylt til kaup­hall­ar­inn­ar. Baug­ur á 10% hlut í Woolworths og sam­kvæmt In­depend­ent eru náin tengsl milli Kaupþings og Baugs.

Sug­ar, en eign­ir hans eru metn­ar á 830 millj­ón­ir punda, neitaði að tjá sig um málið við fjöl­miðla í gær. Hið sama var um for­svars­menn Woolworths og Sin­ger & Friedland­er, sam­kvæmt In­depend­ent

Hluta­bréf Woolworths hafa lækkað um 80% á ár­inu en þau hækkuðu lít­il­lega í gær. Loka­gildi þeirra er 4,08 pund.

Baugur á 10% hlut í Woolworth
Baug­ur á 10% hlut í Woolworth AP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka