Ást á milljarðamæringum kulnuð

Hinir nýríku Íslendingar voru eitt sinn hetjur landsins. Sögur af hraðskreiðum  bifreiðum, snekkjum og þakíbúðum, bókhaldshneyksli og tengsl við rússnesku mafíunni, virtist ekki draga úr ást landans af mönnum sem höfðu hagnast vel. En á sama tíma og fjármálakerfi Íslands hrundi, kólnaði ástin á milljaðramæringunum, að því er fram kemur í grein á vef breska blaðsins Telegraph í dag. 

Það er ekki fyrr en nú sem efi vaknar hjá íbúum eldfjallaeyjunnar um að þeir hafi setið á risavöxnu píramídadæmi, sem var byggt af mönnum sem voru hylltir fyrir að hafa gert landið ríkt.

Telegraph ræðir við íslenska konu, Katrínu Sigmundsdóttur, á Laugaveginum sem segir blaðamanni að allir spyrji þess hvar þeir haldi sig nú? „Ég verð að berjast við afborganir af íbúðaláninu þennan mánuðinn. Það sjást engar einkaþotur á flugvellinum og engir milljarðamæringar eru sjáanlegir."

Segir í Telegraph að mikil reiði sé meðal almennings í landinu út í þær þrjár fjölskyldur sem mest hafi verið áberandi og tengsl þeirra við bankana þrjá, Glitni, Kaupþing og Landsbankann. Meðal helstu eigenda bankanna og þeir sem sátu í bankaráði eru Björgólfur Guðmundsson, sonur hans Björgólfur Thor, Jóhannes Jónsson og sonur hans Jón Ásgeir og bræðurnir Ágúst og Lýður Guðmundssynir.

Segir Telegraph að þessir menn hafi verið í sviðsljósinu í heimalandinu og Íslendingar hafi hælt þeim fyrir að hafa náð yfirráðum í viðskiptalífinu af kolkrabbanum svo nefnda sem hafi haft mikil tengsl við Sjálfstæðisflokkinn. Segja ýmsir að það sé framsækni þeirra að þakka, ekki stjórnvöldum, að Ísland hafi breyst frá því að vera annað fátækasta land Evrópu í það fimmta ríkasta í heimi, að því er fram kemur í grein Telegraph.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka