Ást á milljarðamæringum kulnuð

Hinir nýríku Íslend­ing­ar voru eitt sinn hetj­ur lands­ins. Sög­ur af hraðskreiðum  bif­reiðum, snekkj­um og þak­í­búðum, bók­halds­hneyksli og tengsl við rúss­nesku mafíunni, virt­ist ekki draga úr ást land­ans af mönn­um sem höfðu hagn­ast vel. En á sama tíma og fjár­mála­kerfi Íslands hrundi, kólnaði ást­in á milljaðramær­ing­un­um, að því er fram kem­ur í grein á vef breska blaðsins Tel­egraph í dag. 

Það er ekki fyrr en nú sem efi vakn­ar hjá íbú­um eld­fjalla­eyj­unn­ar um að þeir hafi setið á risa­vöxnu píra­mída­dæmi, sem var byggt af mönn­um sem voru hyllt­ir fyr­ir að hafa gert landið ríkt.

Tel­egraph ræðir við ís­lenska konu, Katrínu Sig­munds­dótt­ur, á Lauga­veg­in­um sem seg­ir blaðamanni að all­ir spyrji þess hvar þeir haldi sig nú? „Ég verð að berj­ast við af­borg­an­ir af íbúðalán­inu þenn­an mánuðinn. Það sjást eng­ar einkaþotur á flug­vell­in­um og eng­ir millj­arðamær­ing­ar eru sjá­an­leg­ir."

Seg­ir í Tel­egraph að mik­il reiði sé meðal al­menn­ings í land­inu út í þær þrjár fjöl­skyld­ur sem mest hafi verið áber­andi og tengsl þeirra við bank­ana þrjá, Glitni, Kaupþing og Lands­bank­ann. Meðal helstu eig­enda bank­anna og þeir sem sátu í bankaráði eru Björgólf­ur Guðmunds­son, son­ur hans Björgólf­ur Thor, Jó­hann­es Jóns­son og son­ur hans Jón Ásgeir og bræðurn­ir Ágúst og Lýður Guðmunds­syn­ir.

Seg­ir Tel­egraph að þess­ir menn hafi verið í sviðsljós­inu í heima­land­inu og Íslend­ing­ar hafi hælt þeim fyr­ir að hafa náð yf­ir­ráðum í viðskipta­líf­inu af kol­krabb­an­um svo nefnda sem hafi haft mik­il tengsl við Sjálf­stæðis­flokk­inn. Segja ýms­ir að það sé fram­sækni þeirra að þakka, ekki stjórn­völd­um, að Ísland hafi breyst frá því að vera annað fá­tæk­asta land Evr­ópu í það fimmta rík­asta í heimi, að því er fram kem­ur í grein Tel­egraph.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK