Dregur úr hagvexti í Kína

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Kína á undanförnum …
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Kína á undanförnum árum. AP

Hag­vöxt­ur í Kína á þriðja fjórðungi þessa árs var 9%, sem er minnsti hag­vöxt­ur þar í landi í fimm ár. Vöxt­ur iðnaðarfram­leiðslu er minni en áður sem og vöxt­ur út­flutn­ings. Ólymp­íu­leik­arn­ir í ág­úst­mánuði eiga þar þátt.

Seg­ir í frétt í New York Times (NYT) að lok­un fjöl­margra verk­smiðja í Kína á meðan á Ólymp­íu­leik­un­um stóð, til að draga úr meng­un, hafi haft í för með sér minni fram­leiðslu og út­flutn­ing og eigi þar stærst­an þátt. Þetta hafi verið fyr­ir­séð, en töl­ur frá hag­stofu Kína bendi hins veg­ar til þess að fleira komi einnig til.

Kína á að mati NYT meiri mögu­leika en marg­ar aðrar þjóðir á að tak­ast á við minni hag­vöxt en áður. Þar skipti meðal ann­ars máli að verðbólga í sept­em­ber hafi numið 4,6% og minnkað frá fyrra mánuði er hún var 4,9%, og hafi dregið úr henni sam­fellt í fimm mánuði.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK