Dregur úr hagvexti í Kína

Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Kína á undanförnum …
Mikil uppbygging hefur átt sér stað í Kína á undanförnum árum. AP

Hagvöxtur í Kína á þriðja fjórðungi þessa árs var 9%, sem er minnsti hagvöxtur þar í landi í fimm ár. Vöxtur iðnaðarframleiðslu er minni en áður sem og vöxtur útflutnings. Ólympíuleikarnir í ágústmánuði eiga þar þátt.

Segir í frétt í New York Times (NYT) að lokun fjölmargra verksmiðja í Kína á meðan á Ólympíuleikunum stóð, til að draga úr mengun, hafi haft í för með sér minni framleiðslu og útflutning og eigi þar stærstan þátt. Þetta hafi verið fyrirséð, en tölur frá hagstofu Kína bendi hins vegar til þess að fleira komi einnig til.

Kína á að mati NYT meiri möguleika en margar aðrar þjóðir á að takast á við minni hagvöxt en áður. Þar skipti meðal annars máli að verðbólga í september hafi numið 4,6% og minnkað frá fyrra mánuði er hún var 4,9%, og hafi dregið úr henni samfellt í fimm mánuði.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK