Innistæður hjá íslensku bönkunum í Bretlandi til ING

Hollensk stjórnvöld komu ING til hjálpar í gær
Hollensk stjórnvöld komu ING til hjálpar í gær Reuters

Tryggingarsjóður innstæðueigenda í Bretlandi hefur greitt út þrjá milljarða punda, 586 milljarða króna, til þess að flytja innistæður af reikningum Kaupþings og Landsbankans í Bretlandi inn á reikninga hjá hollenska bankanum ING. Þetta kemur fram í frétt Bloomberg fréttastofunnar.

Greint var frá því fyrr í mánuðinum að ING Direct UK, dótturfélag ING Groep NV, stærsta fjármálaþjónustufyrirtækis Hollands, hefði keypt innlán breskra viðskiptamanna Kaupþings og Landsbankans.

Í gær var tilkynnt á blaðamannafundi að hollensk stjórnvöld hefðu ákveðið að leggja ING Groep til 10 milljarða evra, jafnvirði rúmlega 1500 milljarða króna.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK