Innistæður hjá íslensku bönkunum í Bretlandi til ING

Hollensk stjórnvöld komu ING til hjálpar í gær
Hollensk stjórnvöld komu ING til hjálpar í gær Reuters

Trygg­ing­ar­sjóður inn­stæðueig­enda í Bretlandi hef­ur greitt út þrjá millj­arða punda, 586 millj­arða króna, til þess að flytja inni­stæður af reikn­ing­um Kaupþings og Lands­bank­ans í Bretlandi inn á reikn­inga hjá hol­lenska bank­an­um ING. Þetta kem­ur fram í frétt Bloom­berg frétta­stof­unn­ar.

Greint var frá því fyrr í mánuðinum að ING Direct UK, dótt­ur­fé­lag ING Groep NV, stærsta fjár­málaþjón­ustu­fyr­ir­tæk­is Hol­lands, hefði keypt inn­lán breskra viðskipta­manna Kaupþings og Lands­bank­ans.

Í gær var til­kynnt á blaðamanna­fundi að hol­lensk stjórn­völd hefðu ákveðið að leggja ING Groep til 10 millj­arða evra, jafn­v­irði rúm­lega 1500 millj­arða króna.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK