Ódýrari en Enron og Parmalat

mbl.is

Skuldabréf íslensku viðskiptabankanna þriggja eru til sölu fyrir 3 sent fyrir hvern dollar, samkvæmt því sem segir í frétt Bloomberg-fréttastofunnar. Er tekið fram að þetta sé lægra verð en skuldir Enron og Parmalat fóru á eftir að þau fyrirtæki urðu gjaldþrota á sínum tíma.

Hefur Bloomberg eftir sérfræðingi hjá greiningardeild CreditSights í London, Simon Adamson, að íslensku bankarnir hafi ekki orðið gjaldþrota á þann hátt sem gjaldþrot eigi sér alla jafna stað. Því verði að gera ráð fyrir hinu versta þegar kemur að skuldabréfum bankanna. Segir Adamson að verið sé að selja erlend dótturfélög bankanna eins fljótt og auðið er á brunaútsöluverði. Það sé ótrúlegt upp á að horfa.

Segir í frétt Bloomberg að skuldabréf ítalska mjólkurvörufyrirtækisins Parmalat hafi verið metin á um 10 sent fyrir dollarinn í lok árs 2003, og verðið hafi verið svipað á skuldabréfum bandaríska orkusölufyrirtækisins Enron á árinu 2001. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK