Óska eftir 6 milljörðum dala

Íslensk stjórn­völd ætla að óska eft­ir því að fá sex millj­arða dala, 673 millj­arða króna, lán frá Alþjóða gjald­eyr­is­sjóðnum (IMF) og seðlabönk­um annarra ríkja sam­kvæmt frétt á vef breska viðskipta­blaðsins Fin­ancial Times.  Er þetta hluti af björg­un­araðgerðum stjórn­valda en auk þess verður leitað eft­ir aðstoð  til þess að koma á stöðug­leika í ís­lensku efna­hags­lífi eft­ir að banka­kerfi lands­ins hrundi fyrr í mánuðinum, sam­kvæmt frétt FT.

FT hef­ur eft­ir heim­ild­ar­mönn­um, sem þekkja til samn­ingaviðræðna ís­lenskra stjórn­valda og IMF, að bú­ist sé við því að um einn millj­arður dala komi frá IMF en nor­ræn­ir seðlabank­ar og Seðlabanki Jap­ans muni lána um fimm millj­arða dala. Óljóst er hvort rúss­neski seðlabank­inn muni taka þátt í björg­un­araðgerðunum, sam­kvæmt FT.

Eng­in form­leg beiðni hef­ur borist frá ís­lensk­um stjórn­völd­um til IMF en bú­ist er við að form­legt er­indi verði sent annað hvort síðar í dag eða á morg­un.

Er björg­un­ar­pakki IMF tal­inn munu marka mik­il tíma­mót fyr­ir Ísland sem hef­ur ár­ang­urs­laust reynt að fá aðstoð frá öðrum ríkj­um. Þau hafa kraf­ist þess að Ísland geti sýnt fram á að form­legt sam­komu­lag hafi náðst við IMF. Hafi nor­rænu seðlabank­arn­ir og sá jap­anski sett það sem skil­yrði að Alþjóða gjald­eyr­is­sjóður­inn myndi veita Íslandi aðstoð, sam­kvæmt heim­ild­um FT.

Blaðið seg­ir, að viðræður ís­lenskra stjórn­valda og IMF hafi gengið vel og að þær hafi einkum beinst að þrem­ur grein­um, banka­geir­an­um, rík­is­fjár­mál­um og pen­inga­mála­stefnu Seðlabanka Íslands og stýri­vöxt­um hans.

Hvað banka­geir­ann varðar þá legg­ur Alþjóða gjald­eyr­is­sjóður­inn áherslu á að  hann verði end­ur­skipu­lagður og lög um fjár­mála­fyr­ir­tæki verði end­ur­skoðuð til þess að tryggja það að þau séu í sam­ræmi við alþjóðlega banka­starf­semi. Einnig fari fram ýt­ar­leg rann­sókn á or­sök­um banka­hruns­ins. 

Tekið er fram, að IMF hafi ekki kraf­ist þess að Íbúðalána­sjóður verði einka­vædd­ur. Jafn­framt er ekki farið fram á nein tíma­mörk hvað varðar sölu ís­lenska rík­is­ins á hlut sín­um í viðskipta­bönk­un­um þrem­ur: Glitni, Kaupþingi og Lands­bank­an­um, sem all­ir hafa verið rík­i­s­vædd­ir að nýju.

Er talið að þetta benda til þess að IMF ætli sér ekki að leggja nein íþyngj­andi skil­yrði á Ísland sem hluta af björg­un­ar­pakk­an­um, sam­kvæmt heim­ild­um FT úr röðum þeirra sem koma að samn­ings­gerðinni. „Ekki eru gerðar nein­ar grund­vall­ar­breyt­ing­ar á innviðum þjóðfé­lags­ins,” seg­ir heim­ild­armaður FT. „Þeir segj­ast hafa lært af Suður-Kór­eu og þeir vilja ekki auka lík­ur á snöggri niður­sveiflu.”

Alþjóða gjald­eyr­is­sjóður­inn var gagn­rýnd­ur harðlega fyr­ir þær þving­an­ir sem sjóður­inn lagði á Suður-Kór­eu eft­ir að landið fékk aðstoð frá sjóðnum á tím­um Asíukrepp­unn­ar 1997-1998. Hafa gagn­rýn­end­ur haldið því fram að staða efna­hags­mála til skamms tíma hafi versnað í S-Kór­eu eft­ir aðgerðir sjóðsins.

Nó­bels­verðlauna­haf­inn og hag­fræðing­ur­inn Joseph Stig­litz var að margra dómi hrak­inn úr starfi hjá Alþjóðabank­an­um árið 2000 en hann gagn­rýndi harka­lega þess­ar tvær stofn­an­ir fyr­ir ein­streng­ings­hátt, ekki síst í Asíukrepp­unni 1997-1998. Ráðamenn IMF virt­ust halda að hægt væri að nota sömu ráðin alls staðar, sagði hann. Þeir væru hroka­full­ir „bók­stafstrú­ar­menn“ og blindaðir af and­legri leti og of­trú á lög mál markaðar­ins, „hina huldu hönd Adams Smiths“. Og þeir hl­ustuðu ekki á skoðanir tals­manna þró­un­ar­ríkj­anna. Stig­litz vildi að IMF hætti að veita ráð um þróun og lang­tíma­efna­hags­stefnu en ein­beitti sér að aðstoð við ríki í kreppu, að því er fram kom í frétta­skýr­ingu Kristjáns Jóns­son­ar í Morg­un­blaðinu í gær.

Hvað varðar fjár­mál ís­lenska rík­is­ins þá mun Alþjóða gjald­eyr­is­sjóður­inn óska eft­ir því við stjórn­völd leggi fram trú­verðuga áætl­un um sam­drátt rík­is­út­gjalda í ljósi þess, að skuld­ir rík­is­sjóðs muni aukast veru­lega og nema allt að 100% af vergri lands­fram­leiðslu.

Hvað varðar pen­inga­mála­stefnu og vaxta­stefnu verður ís­lenska krón­an sett á flot á ný eins fljótt og auðið er. Er sú skoðun sögð vera inn­an IMF, að eft­ir að mesti tauga­titr­ing­ur­inn er að baki muni krón­an styrkj­ast þar sem hratt muni draga úr viðskipta­halla. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK