Bresk samkeppnisyfirvöld hafa samþykkt kaup Co-operative Group á bresku verslanakeðjunni Somerfield sem í eigu Kaupþings og fleiri aðila, en samkomulag um söluna náðist í júlímánuði síðastliðnum. Sky-fréttastofan greindi frá þessu.
Kaupþing keypti Somerfield árið 2005 ásamt Apax Partners, Barclays Capital og Roberts Tchenguiz á 1,1 milljarð punda. Í júlímánuði síðastliðnum var tilkynnt um sölu á keðjunni fyrir 1,57 milljarða punda. Mismunur á milli kaup- og söluverðs er því um 470 milljónir punda. Á þá eftir að taka tillit til fjármagnskostnaðar. Upphaglega gerðu eigendur Somerfield sér vonir um að fá 1,9 milljarða punda fyrir verslanakeðjuna.