Salan á Somerfield samþykkt

Framhlið einnar verslunar Somerfield-keðjunnar í Englandi.
Framhlið einnar verslunar Somerfield-keðjunnar í Englandi. mbl.is/somerfield

Bresk samkeppnisyfirvöld hafa samþykkt kaup Co-operative Group á bresku verslanakeðjunni Somerfield sem í eigu Kaupþings og fleiri aðila, en samkomulag um söluna náðist í júlímánuði síðastliðnum. Sky-fréttastofan greindi frá þessu.

Kaupþing keypti Somerfield árið 2005 ásamt Apax Partners, Barclays Capital og Roberts Tchenguiz á 1,1 milljarð punda. Í júlímánuði síðastliðnum var tilkynnt um sölu á keðjunni fyrir 1,57 milljarða punda. Mismunur á milli kaup- og söluverðs er því um 470 milljónir punda. Á þá eftir að taka tillit til fjármagnskostnaðar. Upphaglega gerðu eigendur Somerfield sér vonir um að fá 1,9 milljarða punda fyrir verslanakeðjuna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK