Simor: Staða Ungverjalands betri en Íslands

András Simor, formaður bankastjórnar Seðlabanka Ungverjalands
András Simor, formaður bankastjórnar Seðlabanka Ungverjalands Reuters

Stýrivöxtum var haldið óbreyttum á fundi bankastjórnar Seðlabanka Ungverjalands í dag en þeir eru 8,50%. András Simor, formaður bankastjórnar, kynnti ákvörðunina á fundi með blaðamönnum í dag. Kom fram í máli Simor að Ungverjaland væri ólíkt Íslandi á allan hátt. Staða Ungverjalands sé mun betri en Íslands hvað varðar erlendur skuldir, stýrivexti og verðbólgu.

Spurður út í orð forsætisráðherra og fjármálaráðherra landsins um að ríkisstjórnin myndi veita þeim hjálparhönd sem hefðu tekið erlend lán sagði Simor að engin ástæða væri til þess enda sæi hann ekki hvers vegna þyrfti að bjarga þeim.  Hann lagði áherslu á að máltíðir væru aldrei ókeypis, „Hverskonar björgun kostar peninga, það er alltaf einhver sem þarf að borga."

Ungverjar fengu nýverið lánsfjárloforð frá Seðlabanka Evrópu upp á fimm milljarða evra og segir Simor slík fjármögnun væri af síðustu sort og ekki væri öruggt að Seðlabanki Ungverjalands myndi  ekki endilega dæla þeim fjármunum út á markaðinn. Í viðtali við Wall Street Journal segir Simor að bankinn myndi nota féð við þær aðstæður þegar allt væri að fara fjandans til.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka