Stjórnvöld skildu ekki eðli uppsveiflunnar

Robert Z. Aliber.
Robert Z. Aliber. mbl.is/G. Rúnar

Robert Z. Ali­ber, profess­or emer­it­us við há­skól­ann í Chicago, seg­ir í grein í Morg­un­blaðinu í dag, að rík­is­stjórn Íslands og seðlabanki séu engu hæf­ari sem stjórn­end­ur nú­tíma hag­kerf­is en þau væru sem stjarn­vís­inda­menn.

„Þau skildu ekki að upp­sveifla ís­lenska hag­kerf­is­ins árin 2005 og 2006 byggðist á skulda­söfn­un – lán voru tek­in til þess að standa í skil­um með önn­ur lán – og nú vita þau ekki hvernig unnt sé að ná jafn­vægi aft­ur eft­ir að papp­írsauður­inn er horf­inn. Það er ólík­legt að nýir leiðtog­ar sem væru vald­ir af handa­hófi í síma­skrá gætu valdið jafn­mikl­um efna­hags­leg­um glundroða og nú­ver­andi stjórn­völd," seg­ir Ali­ber.

Hann seg­ir einnig, að rík­is­stjórn­in og seðlabank­inn virðist ekki skilja af hverju Banda­rík­in og önn­ur lönd hiki við að lána þeim pen­inga. Svarið sé ein­falt þótt það hljómi ekki vel. Það beri eng­inn traust til nú­ver­andi rík­is­stjórn­ar og seðlabanka; það treysti þeim eng­inn til þess að grípa til þeirra ráðstaf­ana sem nauðsyn­leg­ar séu til þess að unnt verði að end­ur­greiða slík lán.

Ali­ber seg­ir að Seðlabanki Íslands ætti við þær aðstæður sem nú eru komn­ar upp að grípa til allra nauðsyn­legra ráðstaf­ana til þess að markaður með gjald­eyri verði virk­ur á nýj­an leik. Íslend­ing­ar verði, eins og aðrar þjóðir, að læra að lifa ekki um efni fram.

Þá seg­ir hann að dóm­stól­ar verði að skera úr um hvort rík­is­stjórn Íslands sé ábyrg fyr­ir skuld­um ís­lensku bank­anna í bresk­um pund­um vegna inn­láns­reikn­inga þeirra og dótt­ur­fé­laga þeirra á Bretlandi.

Ali­ber hélt í maí sl. fyr­ir­lest­ur í Há­skóla Íslands, sem vakti tals­verða at­hygli. Þar hélt hann því fram, að litl­ar lík­ur væru á því að ís­lensku bank­arn­ir kæm­ust hjá því að verða fyr­ir áhlaupi. Jafn­vel mætti ætla að hljóðlátt banka­áhlaup væri þegar hafið.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK