Færeyski bankinn Eik hefur hætt allri viðskiptavakt í Kauphöllinni á Íslandi um óákvðinn tíma. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Í tilkynningunni segir að bankinn hafi ákveðið þetta vegna þess óstöðugleika sem er á fjármálamarkaði og óvissu í gjaldeyrisviðskiptum. Þetta hefur engin áhrif á viðskipti með hlutabréf Eik Bank í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.