Eignastýringardeild S&F seld

Höfuðstöðvar Singer & Friedlander í Lundúnum.
Höfuðstöðvar Singer & Friedlander í Lundúnum.

Verðbréfafyrirtækið Evolution Group hefur keypt eignastýringardeild einstaklingsviðskipta hjá Singer & Friedlander, dótturfélagi Kaupþings í Lundúnum. Kaupverðið er sagt vera 5 milljónir punda, jafnvirði  tæplega milljarðs íslenskra króna.

Að sögn blaðsins Daily Telegraph lýstu um 40 fyrirtæki áhuga á að kaupa deildina, þar sem um 40 manns starfa fyrir 4000 viðskiptavini með um 1,5 milljarð punda í stýringu.  Deildin verður sameinuð Williams de Broë, eignastýringardeild Evolution.

Að sögn blaðsins býst Evolution ekki við að halda öllum viðskiptavinum S&F en vonast til að halda að minnsta kosti 1 milljarði punda áfram í stýringu. Blaðið hefur eftir sérfræðingum, að kaupverðið sé afar hagstætt og langt undir markaðsverði þar sem oft er miðað við 3% af eignum í stýringu. Það þýddi að verðmæti eignastýringardeildarinnar væri um 30 milljónir punda.

Kaupþing keypti Singer & Friedlander árið 2005 fyrir 550 milljónir punda. Þegar breska fjármálaeftirlitið setti breska bankann settur í greiðslustöðvun 8. október störfuðu þar 770 manns. Það var endurskoðunarfyrirtækið  Ernst & Young, sem stýrir Singer & Friedlander ágreiðslustöðvunartímanum, sem gerði samninginn við Evolution.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK