Fjármálafyrirtæki fá vikufrest

Agnar Hansson
Agnar Hansson mbl/RAX

„Við náðum lendingu þessa vikuna,“segir Agnar Hansson bankastjóri Sparisjóðabankans, sem áður hét Icebank. Það þýðir að bankinn þarf ekki að leggja strax fram um 70 milljarða króna í auknar tryggingar vegna lána í Seðlabankanum. Fresturinn hefur verið lengdur um viku.

Agnar segir að menn verði að velta fyrir sér hvort ríkið sé betur statt ef Sparisjóðabankinn fari í þrot. Bankinn haldi sparisjóðakerfinu gangandi og hafi byggt upp mikilvægt greiðslunet við útlönd síðastliðin 25 ár. Það sé ómetanlegt núna þegar greiðslumiðlun sé eins og æðakerfi sem tryggi flæði fjármagns milli aðila á markaðnum. Þó Seðlabankinn gæti hugsanlega byggt upp stoðkerfi við sparisjóði sé ekki hlaupið að því að byggja upp greiðslumiðlun við útlönd.

Agnar telur nauðsynlegt að ríkið komi að rekstri bankans og leggi honum jafnvel til eigið fé. Þá mundi eignarhald breytast til samræmis við það. Lykilatriðið sé að halda Sparisjóðabankanum gangandi vegna þess  hlutverks sem hann gegnir fyrir sparisjóðina og greiðslumiðlun til og frá landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK