Sparisjóðabanki Íslands hefur ákveðið að eiga hvorki eigin viðskipti né hafa milligöngu um viðskipti fyrir þriðju aðila í Kauphöllinni á Íslandi þar til nánari upplýsingar liggja fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.
Kauphöllin hefur því að beiðni Sparisjóðabankans stöðvað tímabundið aðgang bankans að viðskiptakerfi Kauphallarinnar.