Japanar þekkja ekki til viðræðna IMF og Íslands

Shoichi Nakagawa ræðir við blaðamenn.
Shoichi Nakagawa ræðir við blaðamenn. Reuters

Shoichi Nakag­awa, fjár­málaráðherra Jap­ans, sagði á blaðamanna­fundi í Tókýó í morg­un, að hann hefði ekki fengið upp­lýs­ing­ar um fyr­ir­ætlan­ir Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins, að veita Íslandi fjár­hagsaðstoð vegna bankakrepp­unn­ar hér á landi.

„Ég hef ekki fengið nein­ar upp­lýs­ing­ar um málið varðandi Ísland," hef­ur Kyodo frétta­stof­an eft­ir Nakag­awa.

Fram hef­ur komið í alþjóðleg­um fjöl­miðlum, að Ísland muni vænt­an­lega óska eft­ir 6 millj­arða dala lána­fyr­ir­greiðslu, sem verði veitt af hálfu gjald­eyr­is­sjóðsins, Norður­land­anna og Jap­ans. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK