Japanar þekkja ekki til viðræðna IMF og Íslands

Shoichi Nakagawa ræðir við blaðamenn.
Shoichi Nakagawa ræðir við blaðamenn. Reuters

Shoichi Nakagawa, fjármálaráðherra Japans, sagði á blaðamannafundi í Tókýó í morgun, að hann hefði ekki fengið upplýsingar um fyrirætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að veita Íslandi fjárhagsaðstoð vegna bankakreppunnar hér á landi.

„Ég hef ekki fengið neinar upplýsingar um málið varðandi Ísland," hefur Kyodo fréttastofan eftir Nakagawa.

Fram hefur komið í alþjóðlegum fjölmiðlum, að Ísland muni væntanlega óska eftir 6 milljarða dala lánafyrirgreiðslu, sem verði veitt af hálfu gjaldeyrissjóðsins, Norðurlandanna og Japans. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK