Shoichi Nakagawa, fjármálaráðherra Japans, sagði á blaðamannafundi í Tókýó í morgun, að hann hefði ekki fengið upplýsingar um fyrirætlanir Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, að veita Íslandi fjárhagsaðstoð vegna bankakreppunnar hér á landi.
„Ég hef ekki fengið neinar upplýsingar um málið varðandi Ísland," hefur Kyodo fréttastofan eftir Nakagawa.
Fram hefur komið í alþjóðlegum fjölmiðlum, að Ísland muni væntanlega óska eftir 6 milljarða dala lánafyrirgreiðslu, sem verði veitt af hálfu gjaldeyrissjóðsins, Norðurlandanna og Japans.