Kerkorian selur í Ford

Kirk Kerkorian
Kirk Kerkorian Reuters

Fjár­fest­inga­fé­lag í eigu millj­arðamær­ings­ins Kirk Kerkori­an, hef­ur selt 7,3 millj­ón­ir hluta í banda­ríska bíla­fram­leiðand­an­um Ford Motor. Hver hlut­ur var seld­ur á 2,43 dali sem er 10% yfir loka­gildi Ford í Kaup­höll­inni í New York í gær­kvöldi. Heild­ar­sölu­v­irðið er því 17,739  millj­ón­ir dala, rúm­ir tveir millj­arðar króna. Eft­ir söl­una á fé­lag Kerkori­an, Trac­inda, nú rúm­lega 6% hlut í Ford.

Stefn­ir fé­lagið að selja enn frek­ar af hlut sín­um í Ford á næst­unni og jafn­vel verði öll hluta­bréf Trac­inda í Ford seld, alls 133,5 millj­ón­ir bréfa.

Tel­ur Kerkori­an, sem árum sam­an hef­ur reynt að hafa áhrif á gang mála hjá Ford, fjár­mun­um sín­um bet­ur borgið í fjár­fest­ing­um eins og spila­vít­um, hót­el­um, olíu og gasi.

Ljóst er að millj­arðamær­ing­ur­inn tapaði um­tals­verðu fé á viðskipt­un­um en hann keypti 20 millj­ón­ir hluta í Ford í júní á markaðsvirði Ford á þeim tíma. Við það fór hlut­ur hans í 6,49%. Viku áður hafði hann keypt 20 millj­ón­ir hluta á um 170 millj­ón­ir dala eða á 8,50 dali á hlut.



mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK