Stjórn Nýja Kaupþing hefur ráðið Finn Sveinbjörnsson sem bankastjóra. Finnur hefur gegnt starfi formanns skilanefndar Kaupþings eftir að Fjármálaeftirlitið tók bankann yfir 8. október síðastliðinn. Hann mun hefja störf á morgun, miðvikudag.
Finnur hefur áður starfað í fjármálaráðuneytinu, Seðlabankanum, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, framkvæmdastjóri Kauphallar Íslands og síðast bankastjóri Icebank. Þá hefur hann starfað sem ráðgjafi Geirs Haarde forsætisráðherra.