Olíuverð á markaði í New York lækkaði í dag undir 72 dollara fyrir tunnuna. Segir í frétt AP-fréttastofunnar að styrking dollarsins eigi þarna þátt. Vegna styrkingarinnar hafi áhugi fjárfesta á hrávörum aukist og vegið upp á móti boðuðum samdrætti í framleiðslu OPEC-ríkjanna.
Segir í frétt AP að dollarinn hafi styrkst meðal annars vegna þess sem Ben Bernanke seðlabankastjóri Bandaríkjanna sagði fyrir þingnefnd í gær, að þörf væri á frekari stjórnvaldsaðgerðum til stuðnings við efnahagslífið. Þá segir AP að fjárfestar kaupi oft hrávörur eins og olíu þegar dollarinn styrkist en selji þegar hann veikist.
Verð á olíu á heimsmarkaði er nú um 50% lægra en það var þegar það var hæst í júlímánuði síðastliðnum, en þá fór verðið upp í um 147 dollara fyrir tunnuna.