Spá 10% efnahagssamdrætti

Vilhjálmur Egilsson.
Vilhjálmur Egilsson.

Vil­hjálm­ur Eg­ils­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, seg­ir að SA geri nú ráð fyr­ir því að ís­lenska hag­kerfið muni drag­ast sam­an um allt að 10% í kjöl­far hruns fjár­mála­kerf­is­ins. Hann seg­ir að at­vinnu­leysi á næsta ári gæti orðið 6-8%.

„Við sjá­um fyr­ir okk­ur að verg lands­fram­leiðsla muni drag­ast sam­an um í kring­um 10%," seg­ir Vil­hjálm­ur við Reu­ters­frétta­stof­una.

Hann seg­ir að lands­fram­leiðslan í ár verði lík­lega nán­ast óbreytt frá því sem var í fyrra því aukn­ing­in fyrr á þessu ári vegi upp þann sam­drátt sem verði nú í árs­lok.

Vil­hjálm­ur seg­ir, að bú­ast megi við að hag­vöxt­ur verði á ný árið 2010 því tæki­færi séu fyr­ir nýja aðila á ís­lensk­um markaði, einkum í fjár­mála­geir­an­um.

„Ég held, eða vona, að við mun­um ná okk­ur á strik fyrr en marg­ir halda," seg­ir Vil­hjálm­ur. Hann seg­ist bú­ast við að 7000 störf muni tap­ast á næstu vik­um og mánuðum og at­vinnu­leysi verði 3,5-4%. Það gæti farið í 6-8% á næsta ári sem yrði það mesta í meira en ára­tug.

Hann seg­ir að afar fá fyr­ir­tæki hagn­ist á þess­ari stöðu og út­flutn­ings­fyr­ir­tæki verði fyr­ir tjóni, þrátt fyr­ir geng­is­fall krón­unn­ar, vegna þess að markaðir hrörna.

Verst verði staðan þó vænt­an­lega hjá bygg­ing­ar­fyr­ir­tækj­um og þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um. Nú sé mik­il­væg­ast, að styrkja krón­una sem muni auðvelda viðskipti við út­lönd.

Þá seg­ir Vil­hjálm­ur, að verðbólga, sem hafi verið vanda­mál á Íslandi árum sam­an, muni hjaðna þegar ró fær­ist yfir gjald­miðil­inn. „Við mun­um ekki sjá neina var­an­lega verðbólgu," seg­ir hann. „Við erum að horfa á breyt­ingu á hlut­falls­legu verði. Það mun ekki hefjast víxl­verk­um launa og verðlags og það sem við mæl­um sem verðbólga mun lækka.

Hann seg­ir að stöðugur gjald­miðill sé einnig lyk­ill­inn að því að koma í veg fyr­ir að kaup­mátt­ur launa hrapi. Nú sé hins veg­ar út­lit fyr­ir að kaup­mátt­ur minnki um 15% á næstu 6-9 mánuðum. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka