Innri rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins bendir ekki til þess að Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri sjóðins, hafi misfarið með vald sitt í fjölskylduvinar, sem ráðinn var tímabundið til sjóðsins.
Önnur rannsókn stendur yfir á því hvort Strauss-Kahn hafi misbeitt valdi sínu í þágu fyrrum ástkonu sinnar, sem einnig starfaði hjá sjóðnum. Sú hætti störfum í sumar og vaknaði grunur um að framkvæmdastjórinn hefði beitt sér fyrir því að hún fengi ríflegan starfslokasamning.
William Murray, talsmaður sjóðsins, segir að rannsókn sjóðsins hafi ekki leitt í ljós að fjölskylduvinurinn, Emilie Byhed, hafi notið ívilnunar. Byhed, sem er 27 ára, starfaði fyrir Strauss-Kahn þegar hann bauð sig fram í embtti forseta Frakklands, og fékk síðan tímabundinn starfsþjálfunarsamning hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.