Verð á hráolíu til afhendingar í desember hefur lækkað um 2,73 dali tunnan í rafrænum viðskiptum á NYMEX markaðnum í morgun. Er tunnan nú seld á 69,45 dali. Virðist sem fjárfestar veðji frekar á samdrátt í olíunotkun vegna efnahagslægðarinnar heldur en hótanir OPEC ríkjanna um að draga umtalsvert úr framleiðslu.
Verð á hráolíu til afhendingar í nóvember lækkaði um 3,36 dali tunnan í New York í gærkvöldi og var lokaverðið 70,89 dalir tunnan.
Í Lundúnum lækkaði verð á Brent Norðursjávarolíu til afhendingar í nóvember um 1,48 dali tunnan og er 68,24 dalir.