Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, sagði á breska þinginu í dag að lausafjárkreppan í heiminum myndi líklega valda samdrætti í breska hagkerfinu. Það er skilgreint sem samdráttarskeið ef verg landsframleiðsla dregst saman tvo ársfjórðunga í röð.
„Við höfum gripið til aðgerða í bankakerfinu og við verðum nú að grípa til aðgerða gegn alþjóðlegum fjármálasamdrætti, sem er líklegur til að valda einnig samdrætti í Bretlandi," sagði Brown í vikulegum spurningatíma á þinginu.