Mesta tap banka í sögunni

Höfuðstöðvar Wachovia í Charlotte.
Höfuðstöðvar Wachovia í Charlotte. Reuters

Tap á rekstri bandaríska bankans Wachovia nam 23,9 milljörðum dala á þriðja ársfjórðungi, jafnvirði 2800 milljarða króna. Er þetta mesta tap sem einn banki hefur skilað í sögunni, að sögn bandaríska blaðsins Washington Post en bankinn tapaði 10 milljörðum dala á fyrri hluta ársins.

Í árshlutauppgjöri Wachovia kemur fram, að viðskiptavinir gerðu áhlaup á bankann í september þegar vangaveltur komu upp um hvort bankinn myndi halda út lausafjárkreppuna. Sparifjáreigendur tóku þá út 5% af heildarinnistæðum sínum eða 13,4 milljarða dala.

Bankinn Wells Fargo, sem er með höfuðstöðvar í San Francisco, er að kaupa Wachovia, sem er með höfuðstöðvar í Charlotte í Norður-Karólínu, fyrir 14 milljarða dala. Sameinaður banki verður einn sá stærsti í Bandaríkjunum. Talsmenn Wells Fargo sögðu í kvöld, að rekstrartap Wachovia kæmi ekki á óvart og hefði ekki áhrif á samrunaáformin.

Stærstur hluti tapsins, 18,8 milljarðar, er vegna niðurfærslu á viðskiptavild, bankans. Þá tapaði bankinn 2,5 milljörðum á lánum og lagði milljarða dala í afskriftasjóð útlána.

Á sama tímabili á síðasta ári var 1,7 milljarða dala hagnaður á rekstrinum. Gengi bréfa hlutabréfa bankans hefur lækkað um 90% síðan þá.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka