Mesta tap banka í sögunni

Höfuðstöðvar Wachovia í Charlotte.
Höfuðstöðvar Wachovia í Charlotte. Reuters

Tap á rekstri banda­ríska bank­ans Wachovia nam 23,9 millj­örðum dala á þriðja árs­fjórðungi, jafn­v­irði 2800 millj­arða króna. Er þetta mesta tap sem einn banki hef­ur skilað í sög­unni, að sögn banda­ríska blaðsins Washingt­on Post en bank­inn tapaði 10 millj­örðum dala á fyrri hluta árs­ins.

Í árs­hluta­upp­gjöri Wachovia kem­ur fram, að viðskipta­vin­ir gerðu áhlaup á bank­ann í sept­em­ber þegar vanga­velt­ur komu upp um hvort bank­inn myndi halda út lausa­fjár­krepp­una. Spari­fjár­eig­end­ur tóku þá út 5% af heild­ar­inni­stæðum sín­um eða 13,4 millj­arða dala.

Bank­inn Wells Fargo, sem er með höfuðstöðvar í San Francisco, er að kaupa Wachovia, sem er með höfuðstöðvar í Char­lotte í Norður-Karólínu, fyr­ir 14 millj­arða dala. Sam­einaður banki verður einn sá stærsti í Banda­ríkj­un­um. Tals­menn Wells Fargo sögðu í kvöld, að rekstr­artap Wachovia kæmi ekki á óvart og hefði ekki áhrif á samruna­áformin.

Stærst­ur hluti taps­ins, 18,8 millj­arðar, er vegna niður­færslu á viðskipta­vild, bank­ans. Þá tapaði bank­inn 2,5 millj­örðum á lán­um og lagði millj­arða dala í af­skrifta­sjóð út­lána.

Á sama tíma­bili á síðasta ári var 1,7 millj­arða dala hagnaður á rekstr­in­um. Gengi bréfa hluta­bréfa bank­ans hef­ur lækkað um 90% síðan þá.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK