Norsk stofnun kærir Glitni til lögreglu

Norsk stofn­un, Ek­sport­fin­ans, sem sér um að veita veita lán og fjár­mögn­un til að greiða fyr­ir út­flutn­ingi á norsk­um vör­um, hef­ur kært Glitni til lög­reglu og tel­ur að bank­inn hafi brotið lög í tengsl­um við lán, sem hann hafði milli­göngu um. Lán­in, sem námu sam­tals 415 millj­ón­um norskra króna, um 7 millj­arða ís­lenskra króna á nú­ver­andi gengi, voru greidd upp en Glitn­ir virðist, að sögn Ek­sport­fin­ans, hafa haldið eft­ir höfuðstóln­um en greitt vexti og af­borg­an­ir til  Ek­sport­fin­ans.

Sagt er frá þessu á norska viðskipta­vefn­um e24 í kvöld. Þar er haft eft­ir Gisele Marchand, fram­kvæmda­stjóra Export­fin­ans, að kraf­ist hafi verið lögtaks í Glitni ASA í Nor­egi, áður dótt­ur­fé­lagi Glitn­is, sem selt var í morg­un til norskra spari­sjóða. 

Ek­sport­fin­ans veitti árið 2005 þrjú lán þar sem Glitn­ir á Íslandi var milliliður. Það þýddi, að öll sam­skipti milli Ek­sport­fin­ans og lán­tak­end­anna fóru í gegn­um ís­lenska bank­ann.

Þegar ís­lenska fjár­mála­eft­ir­litið tók Glitni yfir í byrj­un októ­ber hringdi Ek­sport­fin­ans til fyr­ir­tækj­anna þriggja með fyr­ir­mæli um að greiða af­borg­an­ir og vexti beint til stofn­un­ar­inn­ar en ekki til bank­ans í Reykja­vík. Þá kom í ljós, að fyr­ir­tæk­in þrjú höfðu  þegar greitt lán­in upp.

„Það sem hef­ur gerst er að nokkr­ir viðskipta­vin­ir hafa greitt lán sín upp. Glitn­ir hef­ur haldið fénu eft­ir og haldið áfram að greiða vexti og af­borg­an­ir. Frá okk­ar sjón­ar­hóli leit það út sem verið væri að greiða af lán­un­um eins og venju­lega. Þetta telj­um við vera fjár­drátt," seg­ir Marchand við vef­inn og seg­ist gáttuð á viðskiptasiðferði stjórn­enda Glitn­is.

Fram kem­ur að fyrsta lánið, 200 millj­ón­ir norskra króna, hafi verið greitt upp þegar árið 2006 en hin tvö á þessu ári. Marchand seg­ist telja, að féð hafi farið til að fjár­magna starf­semi Glitn­is.  

Fram kem­ur, að kær­an til lög­reglu bein­ist ekki gegn ákveðnum ein­stak­ling­um held­ur bank­an­um. Þá legg­ur Marchand áherslu á að Glitn­ir í Nor­egi teng­ist ekki mál­inu.   

Ek­sport­fin­ans er í eigu norska rík­is­ins og norskra banka.

Frétt e24

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK