Nýi Landsbankinn er nú langstærsti viðskiptabankinn á Íslandi eða með heildareignir upp á 2.300 milljarða krónur og eigið fé sem nemur 200 milljörðum króna. Efnahagsreikningur Nýja Glitnis verður um 1.200 milljarðar króna og eigið fé 110 milljarðar króna. Eigið fé Nýja Kaupþings verður 75 milljarðar króna og stærð efnahagsreikningsins verður um 700 milljarðar króna. Nýi eigandi bankanna, íslenska ríkið, leggur bönkunum til eigið fé, að því er fram kemur í Hálf fimm fréttum Kaupþings.
Heildareignir nú þreföld landsframleiðsla
Eigið
fé Nýja Landsbankans verður það sama og eigið fé gamla bankans var í
lok júní síðastliðinn eða um 200 milljarðar króna. Þá eru eignir Nýja
Landsbankans tæp 60% af eignum gamla bankans en eignir Nýja Kaupþings
eru aðeins 11% af gamla bankanum. Eignir Nýja Glitnis eru þriðjungur af
gamla bankanum. Heildareignir nýju bankanna eru nú þreföld
landsframleiðsla ef miðað er við landsframleiðslu ársins 2007. Fyrir
fall bankanna námu eignir þeirra rúmlegri tífaldri þjóðarframleiðslu.
Á
næstu 90 dögum mun fara fram mat óháðs aðila á verðgildi eigna og
skulda og lokauppgjör hjá Kaupþingi. Hins vegar er gert ráð fyrir að
þetta endurmat taki 60 daga hjá Glitni og 30 daga hjá Landsbankanum, samkvæmt Hálf fimm fréttum.