Vara við Sterling

mbl.is/Júlíus

Norska ferðaskrif­stof­an Berg-Han­sen var­ar viðskipta­vini sína við að kaupa far­seðla með flug­fé­lag­inu Sterl­ing sem er í eigu ís­lenska fé­lags­ins Nort­hern Tra­vel Hold­ing. Þetta kem­ur fram á vefsíðu Af­ten­posten.

Frá mánu­degi til miðviku­dags hafði ferðaskrif­stoaf­an, sem er sú næst­stærsta í Nor­egi lokað al­farið fyr­ir pant­an­ir hjá flug­fé­lag­inu fyr­ir viðskipta­vini sína. Nú hef­ur aft­ur verið opnað fyr­ir sölu eft­ir að graf­ist var fyr­ir um stöðu fé­lags­ins. „Við höf­um hætt að selja hóp­ferðir fyr­ir fleiri en tíu hjá Sterl­ing,“ seg­ir talsmaður ferðaskrif­stof­unn­ar, stof­an vilji ekki taka áhætt­una á því að sitja uppi með miðana lendi flug­fé­lagið í erfiðleik­um.

„Ég held að Sterl­ing sé ekki í neinni hættu eins og er en sam­kvæmt þeim upp­lýs­ing­um sem við höf­um er fé­lagið að draga úr flugi. Við skynj­um að fé­lagið á í vand­ræðum vegna efna­hags­ástands­ins og að það er að missa markaðshlut­deild. Við vilj­um því vernda okk­ar viðskipta­vini,“ seg­ir Villadsen, for­stjóri ferðaskrif­stof­unn­ar Berg-Han­sen.

Talsmaður VIA Tra­vel Group, stærstu ferðaskrif­stofu Nor­egs seg­ir fyr­ir­tækið i viðbragðsstöðu. Hún sé til­bú­in að loka á viðskipti vakni grun­ur um að illa gangi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK