Davíð: Varaði ítrekað við að bankar væru í hættu

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson.

Davíð Odds­son, seðlabanka­stjóri, seg­ir við breska viðskipta­blaðið Fin­ancial Times, að hann hafi ít­rekað varað stjórn­end­ur ís­lensku bank­anna við því að bank­arn­ir væru í hættu en ekki hafi verið hlustað á hann.  

„Við reynd­um að fá þá til að (draga úr um­svif­um). Við átt­um fund eft­ir fund með stjórn­end­um bank­anna og við höf­um það staðfest á minn­is­blöðum. Við sögðum þeim, að við teld­um ekki að fjár­mögn­un gegn­um inn­láns­reikn­inga í Evr­ópu (gæti komið í stað) lang­tíma fjár­mögn­un­ar. En við vor­um tald­ir vera of svart­sýn­ir," hef­ur blaðið eft­ir Davíð.

Fin­ancial Times seg­ir, að þessi um­mæli Davíðs sýni tak­markaða getu Seðlabank­ans til að tryggja stöðug­leika ís­lenska fjár­mála­kerf­is­ins og styrki þá skoðun, sem vaxi nú fisk­ur um hrygg, að ís­lensku bank­arn­ir hafi verið orðnir svo efna­hags­lega og póli­tískt valda­mikl­ir, að þeir gætu hunsað leiðsögn Seðlabank­ans.

Blaðið seg­ir, að talið sé að Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn setji það sem meg­in­skil­yrði fyr­ir fjár­hagsaðstoð við Ísland, að eft­ir­lit og lag­arammi um fjár­mála­kerfið verði end­ur­skoðuð og bætt.

Davíð gagn­rýn­ir í viðtal­inu alþjóðlega seðlabanka og seg­ist hafa ít­rekað en án ár­ang­urs óskað eft­ir fjár­hags­legri aðstoð til að styrkja gjald­eyr­is­vara­sjóð Íslands. Nefn­ir hann seðlabanka Evr­ópu, seðlabanka Banda­ríkj­anna og Eng­lands­banka. 

Seg­ist Davíð telja, að þessi afstaða seðlabank­anna hafi átt sinn þátt í hruni ís­lenska fjár­mála­kerf­is­ins.

„Hefðum við haft meira svig­rúm hefðum við verið í betri stöðu til að þrýsta á bank­ana um að draga sam­an segl­in. Við hefðum bæði haft gul­ræt­ur og svipu en í raun höfðum við hvor­ugt. 

Fin­ancial Times seg­ir, að Davíð hafi aðeins lýst hálf­volg­um stuðningi við hugs­an­leg­an aðgerðapakka Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins og sagt að hann vonaði að ekki yrði um auðmýk­ingu að ræða. 

Frétt Fin­ancial Times

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka