Ekki er komin niðurstaða í viðræðum breskra og íslenskra embættismanna, sem hafa í gær og dag ræðst við um ábyrgðir á innistæðum breskra sparifjáreigenda á Icesave-reikningum Landsbankans. Samkvæmt upplýsingum mbl.is er gert ráð fyrir að áfram verði fundað í kvöld.
Sex ráðherrar, forsætisráðherra, utanríkisráðherra, iðnaðarráðherra, viðskiptaráðherra, fjármálaráðherra og menntamálaráðherra, sitja nú á fundi í stjórnarráðinu með íslensku embættismönnum þar sem farið er yfir stöðuna í málinu. Engar upplýsingar hafa verið veittar um gang mála.