Hlutabréfavísitölur í Asíu lækkuðu mikið eftir opnun í morgun og féll Nikkei um 5,52% og í Suður-Kóreu féll vísitalan um nærri 8% og lækkun varð einnig í Nýja Sjálandi og Ástralíu.
Samkvæmt fréttaskýrendum BBC fréttavefjarins óttast menn mikinn samdrátt í japönsku efnahagslífi eftir að fregnir bárust af því að að viðskiptahalli landsins hefði hrapað um 94% í September og er hann nú um 970 milljónir Bandaríkjadala eða um 113 milljarðar íslenskra króna.