Heimsmarkaðsverð á olíu hefur hækkað lítillega í dag og kostar fatið af Brent norðursjávarolíu 63,50 dali á núvirðismarkaði. Hefur verðið hækkað um 0,71% það sem af er degi. Olíuverð náði hámarki um miðjan júlí í ár þegar það var um 147 dalir á fatið.