Smásala í Bretlandi dróst saman um 0,4% í febrúar og hefur smásala því aðeins aukist um 1,8% á árinu. Hefur vöxtur smásölu ekki verið minni í tvö og hálft ár.
Er búist við því að almenningur dragi umtalsvert úr neyslu sinni vegna ástands efnahagsmála í Bretlandi. Í september dró mest úr sölu á fatnaði og heimilistækjum, en sala á matvælum jókst hins vegar lítillega.
Undanfarið hafa nokkrar stórar verslanir og verslanakeðjur greint frá tekjusamdrætti. Tekjur drógust saman um 10,3% hjá Homebase milli mars og ágúst og um 6,1% hjá Marks og Spencer milli júlí og september. Þá drógust sölutekjur JJB Sports saman um 5,6% milli febrúar og júlí.
Í þessu tölum er ekki tekið tillit til fjölgunar eða fækkunar verslana viðkomandi fyrirtækis milli ára.