Samdráttur í breskri smásölu

Dregið hefur úr sölutekjum breskra smásöluverslana og verslanakeðja.
Dregið hefur úr sölutekjum breskra smásöluverslana og verslanakeðja. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Smásala í Bretlandi dróst saman um 0,4% í febrúar og hefur smásala því aðeins aukist um 1,8% á árinu. Hefur vöxtur smásölu ekki verið minni í tvö og hálft ár.

Er búist við því að almenningur dragi umtalsvert úr neyslu sinni vegna ástands efnahagsmála í Bretlandi. Í september dró mest úr sölu á fatnaði og heimilistækjum, en sala á matvælum jókst hins vegar lítillega.

Undanfarið hafa nokkrar stórar verslanir og verslanakeðjur greint frá tekjusamdrætti. Tekjur drógust saman um 10,3% hjá Homebase milli mars og ágúst og um 6,1% hjá Marks og Spencer milli júlí og september. Þá drógust sölutekjur JJB Sports saman um 5,6% milli febrúar og júlí.

Í þessu tölum er ekki tekið tillit til fjölgunar eða fækkunar verslana viðkomandi fyrirtækis milli ára.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK