Erlendar kröfur á íslenska banka og önnur fyrirtæki voru samtals um 75,3 milljarðar dala, eða um 8.882 milljarðar íslenskra króna, í lok júní. Þetta kemur fram í tölum frá Alþjóðagreiðslubankanum (BIS) sem birtar voru í gærmorgun.
Þar af námu lán frá þýskum fjármálafyrirtækjum um 2.516 milljörðum íslenskra króna og voru um 28,4 prósent af öllum skuldum íslensku fyrirtækjanna.
Erwin Huber, fjármálaráðherra Bæjaralands og stjórnarformaður Bayern LB, sagði af sér í kjölfarið.
Íslenskir bankar og fyrirtæki skulda Bretum næstmest á eftir Þjóðverjum, eða tæpa 500 milljarða króna.
Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segist ekki eiga von á því að neitt af erlendum skuldum bankanna færist til nýju bankanna. „Það var skýrt kveðið á um það í neyðarlögunum að það eina sem færðist yfir í nýju bankanna væru íslenskir hagsmunir, útlán til íslenskra félaga, það sem þyrfti til að halda greiðslukerfinu gangandi og innlán á Íslandi.“
Hinir óháðu aðilar hafa 90 daga frá stofnun hvers hinna nýju banka til að komast að niðurstöðu um hver mismunur eigna og skulda þeirra sé.
Í lok síðasta árs voru erlendar skuldir íslenskra innlánsstofnana tæplega 6.000 milljarðar króna. Þær jukust því um fjórðung á hálfu ári.