Framsækin efnahagsáætlun

Ásmundur Stefánsson, Paul Marthias Thomsen og Petya Koeva Brooks kynna …
Ásmundur Stefánsson, Paul Marthias Thomsen og Petya Koeva Brooks kynna niðurstöðu úr viðræðum Íslands og IMF. mbl.is/Golli

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF), segir á vef stofnunarinnar að Ísland hafi samið framsækna efnahagsáætlun sem miði að því að endurvekja traust á bankakerfinu, koma á jafnvægi í gengismálum á næstunni og í ríkisfjármálum til lengri tíma litið.  

„Ég tel að þessar ákveðnu aðgerðir réttlæti hve aðgengi að fé úr sjóðnum er rúmt - það svarar til 1.190% af kvóta Íslands í IMF - og verðskuldi stuðning alþjóðasamfélagsins," segir Strauss-Kahn.  

Fram kemur á vef IMF, að Ísland fái 2,1 milljarð dala að láni hjá sjóðnum til tveggja ára til að styðja við uppbyggingu efnahagslífsins. Nú fari framkvæmdastjórn sjóðsins yfir áætlun Íslands og gert sé ráð fyrir að samkomulag geti legið fyrir í byrjun nóvember. Eftir að stjórn IMF hafi samþykkt það geti Ísland fengið 830 milljónir dala af láninu strax, jafnvirði um 100 milljarða króna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK