Hlutabréf lækkuðu á Wall Street

Örmagna verðbréfamiðlari á Wall Street.
Örmagna verðbréfamiðlari á Wall Street. AP

Hluta­bréf lækkuðu í kaup­höll­inni á Wall Street í kvöld eft­ir tals­verðar sveifl­ur. Hluta­bréfa­vísi­töl­ur lækkuðu mikið í upp­hafi viðskipta­dags en réttu aðeins úr kútn­um þegar á leið. Er þetta rakið til ótta fjár­festa við yf­ir­vof­andi sam­drátt­ar­skeið sem muni hafa mik­il áhrif á af­komu fyr­ir­tækja.

Dow Jo­nes hluta­bréfa­vísi­tal­an lækkaði á end­an­um um 3,59% og er 8378 stig. Nas­daq vísi­tala lækkaði um 3,23% og er 1552 stig. Gengi bréfa deCODE  lækkaði um 10% og er 27 sent.

Af­komu­viðvar­an­ir frá raf­tækja­fram­leiðand­an­um Sony og bíla­fram­leiðand­an­um Daimler höfðu mik­il áhrif á hluta­bréfa­markaði. Þá neydd­ust sum­ir vog­un­ar­sjóðir til að selja hluta­bréf til að greiða skuld­ir.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK