Innistæðueigendur fara í mál

Höfuðstöðvar Singer & Friedlander.
Höfuðstöðvar Singer & Friedlander.

Þúsund­ir manna á eynni Mön, sem áttu inni­stæðureikn­inga hjá Edge reikn­ing­um Kaupþings, íhuga nú að fara í mál við breska ríkið. Er það vegna þess að Bret­ar hafa neitað að tryggja inni­stæður Man­verja hjá Kaupþingi.

Rík­is­stjórn Man­ar stend­ur við bak inni­stæðueig­end­anna og mun í dag senda nefnd til Lund­úna, þar sem þess verður kraf­ist að inni­stæður Man­verja í bresk­um úti­bú­um verði send­ar til eyj­ar­inn­ar.

Eyj­ar­skeggj­ar á Mön eru láta ekki þar við sitja, held­ur hef­ur hóp­ur 30 inni­stæðueig­enda höfðað mál á hend­ur skipta­stjóra Kaupþings í Bretlandi. Höfðu þeir reynt að draga fé sitt út úr bank­an­um áður en Kaupþing var tekið yfir af ís­lenska rík­inu, en bresk yf­ir­völd hafi komið í veg fyr­ir það. Munu um 120 inni­stæðueig­end­ur í viðbót hafa áhuga á að koma að dóms­mál­inu.

Á vef breska blaðsins Times er einnig sagt frá því að hlut­haf­ar Kaupþings hafi ráðið lög­manns­stof­una Grund­berg Mocatta Rak­i­son til að at­huga grund­völl lög­sókn­ar á hend­ur breska rík­inu. Telja marg­ir hlut­haf­ar að ákvörðun breskra stjórn­valda að frysta eign­ir Kaupþings í Bretlandi hafi valdið því að bank­inn fór í þrot.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK