Spá 15,7% verðbólgu í október

Hækk­un verðlags í októ­ber mun verða 2%, gangi spá grein­ing­ar­deild­ar Kaupþings eft­ir, og þýðir það að tólf mánaða verðbólga verður 15,7%. Seg­ir í verðbólgu­spá grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar að verðbólga muni hins veg­ar ekki ná há­marki fyrr en í fyrsta lagi á fyrsta fjórðungi 2009.

Óvissa um verðlagsþróun er meiri nú en oft áður að mati grein­ing­ar­deild­ar­inn­ar og hætta á frá­vik­um mik­il. 

Veikist gengi krón­unn­ar ekki frek­ar megi bú­ast við að veru­lega hægi á mánaðar­hækk­un­um verðbólgu á seinni hluta árs 2009. Þó séu litl­ar lík­ur á að tólf mánaða verðbólga verði í námunda við 2,5% verðbólgu­mark­mið Seðlabank­ans fyrr en í upp­hafi árs 2010.

Snar­minnk­andi eft­ir­spurn

Er í spánni ekki gert ráð fyr­ir að veik­ing krón­unn­ar nú muni skila sér jafn greiðlega út í verðlag og gerðist í vor. Ástæðan sé ann­ars veg­ar að eldsneytis­verð og kostnaður vegna íbúðakaupa séu nú til lækk­un­ar verðlags. Þá hafi orðið breyt­ing á aðstæðum kaup­manna, sem gæti haft áhrif á verðlagn­ingu. Kaup­menn hafi ekki óhindrað aðgengi að gjald­eyri til að inn­leysa vör­ur og nokkuð sé um að því hafi verið frestað að taka inn nýja vöru. Því gæti orðið meiri töf en venju­lega á áhrif­um geng­is­veik­ing­ar á verðlag.

Þá sé ljóst að snar­minnk­andi eft­ir­spurn neyt­enda dragi úr hvata kaup­manna til verðhækk­ana.

Verðbólgu­spá grein­ing­ar­deild­ar Kaupþings (.pdf skjal).

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK